fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Ferðamenn í vandræðum með sögulega hitabylgju á Grikklandi – Fimm týndir eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi lést

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 07:17

Hvarf breska læknisins Michael Mosley á grísku eyjunni Symi vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum. Hann fannst látinn eftir umfangsmikla leit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ferðamenn hafa týnst á grískum eyjum eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi, Michael Mosley, lést á eyjunni Symi í byrjun júní. Talið er að Mosley hafi yfirbugast í göngu í gríðarlegum hita á eyjunni.

Tveir af þessum fimm ferðamönnum hafa þegar fundist látnir. Fyrst fannst hollenskur ferðamaður látinn í gili á grísku eyjunni Samos og í kjölfarið var tilkynnt um andlát bandarísks ferðamanns á eyjunni Mathraki, nærri Corfu.

Þá stendur leit yfir af tveimum frönskum konum annars vegar og hins vegar Bandaríkjamanni á Hringeyjunum Sikinos og Amargos, skammt frá Aþenu. Talið er að öll þessi andlát og mannshvörf megi rekja til hitabylgju sem að riðið hefur yfir Grikkland undanfarið en hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Þykir það sögulegt að hitinn sé orðinn svo mikill í júní.

Ferðamönnum, sem eru óvanir miklum hita, er ráðlagt að fara varlega varðandi krefjandi gönguferðir eða hreyfingu í svo miklum hita.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu