Börn Vilhjálms Bretaprins, prinsins af Wales, þau George, Charlotte og Louis, birtu í sinni fyrstu samfélagsmiðlafærlsu, hjartnæma kveðju til föður síns.
Þau birtu á X mynd sem sýnir baksvip þeirra og föður þeirra við strönd í Norfolk. BBC greinir frá. Í færslunni segir: „Við elskum þig, pabbi. Gleðilegan feðradag.“
Feðradagurinn er haldinn á mismunandi tíma í nokkrum löndum. Í dag er hann á Englandi en á Íslandi er feðradagurinn annan sunnudag í nóvember.
Vilhjálmur Bretaprins er eldri sonur Karls Bretakóngs og Díönu heitinnar prinsessu. Vilhjálmur birti sjálfu kveðju til föður síns, Bretakonungs, á X í dag.
Happy Father’s Day, Pa. W pic.twitter.com/pjGuB2iLQ1
— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) June 16, 2024