Celia heimsótti nefnilega landið fyrir þremur árum og sá peysu sem hún hefur alla tíð séð mikið eftir að hafa ekki keypt.
Celia sagði frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X fyrir skemmstu en um var að ræða svokallaða lundapeysu, alíslenska lopapeysu með myndum af lundum.
„Það eru komin þrjú ár síðan ég sá hana í verslun á Íslandi og ég sé ennþá eftir að hafa ekki keypt hana,“ sagði hún.
My daughter asked, “Do you ever have any regrets, Mom?” And while I know she was asking this question on a philosophical level, my mind immediately went to this puffin sweater I saw in Iceland.
It’s been 3 years since I saw it in a shop there, & I still regret not buying it. pic.twitter.com/pnkVePdmaB
— Celia (@CeliaBedelia) June 2, 2024
Óhætt er að segja að færslan hafi vakið smám saman athygli og ekki síst eftir að maður að nafni Dave Wiskus svaraði færslunni.
„Mín stærsta eftirsjá er að hafa keypt nákvæmlega þessa peysu fyrir eiginkonu mína fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei farið í hana. Ég er í New York. Hún er þín ef þú borgar sendingarkostnaðinn.“
My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.
— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024
Celia spurði Dave hvort hann væri að grínast en hann svaraði því til að hann myndi aldrei grínast þegar kæmi að lundapeysum. Það var svo tíu dögum síðar að Celia, sem er búsett í Berlín, birti aðra færslu á X þar sem hún er klædd í draumapeysuna.
Celia ræðir málið við bandaríska fréttamiðilinn Today og segir að hún hafi heimsótt Ísland aftur fyrir tveimur árum en þá hafi hún ekki fundið peysuna.
Hún sé yfir sig hrifin af lundanum og hafi meira að segja farið í skoðunarferð til Vestmannaeyja þar sem hún sá þessa fallegu fugla. Hún segist hafa verið hikandi við að kaupa peysuna á sínum tíma vegna þess hversu dýr hún var, eða um 250 dollarar.
Sjálfur segir Dave að hann hafi rekist á færslu Celiu fyrir algjöra tilviljun en hann er framkvæmdastjóri bandaríska fyrirtækisins Nebula. Hann var staddur í Amsterdam þegar hann rak augun í færsluna og kannaðist mjög við peysuna sem blasti við honum. „Ég hugsaði með mér: Hey, ég á svona.“
Hann segir að eiginkona hans hafi verið sátt þegar hann sagðist hafa sent peysuna til Celiu, en eiginkona hans gert þá kröfu að hann færi með hana einn daginn til Íslands.
Celia segir við Today að hún hafi næstum því farið að gráta þegar hún fékk peysuna í hendurnar. Verðmiðinn var ennþá á peysunni og kom í ljós að Dave hafði keypt peysuna í nákvæmlega sömu verslun og Celia átti leið um.
People are amazing!
Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!
And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC
— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024