fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Celia Robbins fékk spurningu frá 14 ára dóttur sinni um hennar stærstu eftirsjá í lífinu leitaði hugur hennar strax til Íslands.

Celia heimsótti nefnilega landið fyrir þremur árum og sá peysu sem hún hefur alla tíð séð mikið eftir að hafa ekki keypt.

Celia sagði frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X fyrir skemmstu en um var að ræða svokallaða lundapeysu, alíslenska lopapeysu með myndum af lundum.

„Það eru komin þrjú ár síðan ég sá hana í verslun á Íslandi og ég sé ennþá eftir að hafa ekki keypt hana,“ sagði hún.

Óhætt er að segja að færslan hafi vakið smám saman athygli og ekki síst eftir að maður að nafni Dave Wiskus svaraði færslunni.

„Mín stærsta eftirsjá er að hafa keypt nákvæmlega þessa peysu fyrir eiginkonu mína fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei farið í hana. Ég er í New York. Hún er þín ef þú borgar sendingarkostnaðinn.“

Celia spurði Dave hvort hann væri að grínast en hann svaraði því til að hann myndi aldrei grínast þegar kæmi að lundapeysum. Það var svo tíu dögum síðar að Celia, sem er búsett í Berlín, birti aðra færslu á X þar sem hún er klædd í draumapeysuna.

Celia ræðir málið við bandaríska fréttamiðilinn Today og segir að hún hafi heimsótt Ísland aftur fyrir tveimur árum en þá hafi hún ekki fundið peysuna.

Hún sé yfir sig hrifin af lundanum og hafi meira að segja farið í skoðunarferð til Vestmannaeyja þar sem hún sá þessa fallegu fugla. Hún segist hafa verið hikandi við að kaupa peysuna á sínum tíma vegna þess hversu dýr hún var, eða um 250 dollarar.

Sjálfur segir Dave að hann hafi rekist á færslu Celiu fyrir algjöra tilviljun en hann er framkvæmdastjóri bandaríska fyrirtækisins Nebula. Hann var staddur í Amsterdam þegar hann rak augun í færsluna og kannaðist mjög við peysuna sem blasti við honum. „Ég hugsaði með mér: Hey, ég á svona.“

Hann segir að eiginkona hans hafi verið sátt þegar hann sagðist hafa sent peysuna til Celiu, en eiginkona hans gert þá kröfu að hann færi með hana einn daginn til Íslands.

Celia segir við Today að hún hafi næstum því farið að gráta þegar hún fékk peysuna í hendurnar. Verðmiðinn var ennþá á peysunni og kom í ljós að Dave hafði keypt peysuna í nákvæmlega sömu verslun og Celia átti leið um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!