Lögregla fór á vettvang, kannaði málið og var fáninn haldlagður vegna málsins. Alls voru 58 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær og fram á morgun og er þetta eina málið sem finna má í dagbók lögreglu þennan morguninn.
Á vef Stjórnarráðsins má finna ýmsan fróðleik um notkun íslenska fánans og þar segir meðal annars orðrétt: „Fána skal ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.“