fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Landsmenn hvattir til að passa sig í viðskiptum við netverslanir utan Evrópu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 12:23

Á vefsíðunni má meðal annars finna falsaðar hönnunarvörur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvetur neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir  markaðsverði.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar en tilefnið er væntanlega mikil umræða að undanförnu um kínverska netverslunarrisann Temu. Þar er hægt að finna ógrynni af hræódýrum varningi, þar á meðal eftirlíkingar af þekktum hönnunarvörum eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Í frétt HMS kemur fram að stofnunin og önnur markaðseftirlitsstjórnvöld fylgist með því að vörur á íslenskum markaði uppfylli öryggiskröfur.

„Það er þó farsælast að neytendur séu meðvitaðir um eigin vörukaup og velji aðeins vörur sem þeir telja sig geta verið vissir um að uppfylli þær kröfur sem gilda um vöruöryggi innan EES-svæðisins.“

Bent er á að mikilvægt sé að neytendur séu gagnrýnir þegar kemur að “kjarakaupum” frá erlendum netverslunum og spyrji sig af hverju verðið sé svona lágt samanborið við evrópskar vörur.

„HMS bendir sérstaklega á að  mjög ódýrar vörur frá netverslunum utan Evrópu uppfylla að öllum líkindum ekki kröfur sem gerðar eru til þeirra í Evrópu. Nauðungarvinna við framleiðslu varanna getur líka skýrt lágt vöruverð.“

Þá segir að sérlega lág verð samanborið við sambærilegar vörur í öðrum netverslunum gefi vísbendingu um að hlutaðeigandi vörur hafi ekki verið prófaðar með tilliti til öryggisatriða. Neytendur ættu því að íhuga hvort barnaleikföng, föt, snyrtivörur og aðrar vörur gætu innihaldið efni sem eru bönnuð samkvæmt evrópskum stöðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð