fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands með yfirburðum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 09:13

Halla var þakklát og hrærð í nótt. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir sigraði forsetakosningarnar með góðum mun. Eftir því sem atkvæði hafa verið talin í nótt hefur munurinn á henni og Katrínu Jakobsdóttur aðeins aukist. Lokatölur úr öllum kjördæmum hafa borist.

Halla Tómasdóttir fékk 71.660 atkvæði eða 34,3 prósent.

Katrín Jakobsdóttir fékk 52.731 atkvæði eða 25,2 prósent.

Halla Hrund Logadóttir fékk 32.420 atkvæði eða 15,5 prósent.

Jón Gnarr fékk 21.244 atkvæði eða 10,2 prósent.

Baldur Þórhallsson fékk 17.434 atkvæði eða 8,3 prósent.

Arnar Þór Jónsson fékk 10.698 atkvæði eða 5,1 prósent.

Aðrir hafa fengið undir einu prósenti.

Ljóst er miðað við kannanir að fylgið hefur sveiflast mikið undanfarna daga. Einkum frá Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur yfir til Höllu Tómasdóttur. Skýrendur segja augljós merki um að fólk hafi kosið taktískt á síðustu stundu, einkum til þess að kjósa gegn Katrínu Jakobsdóttur.

Ekki er mjög mikill munur á stuðningi við Höllu Tómasdóttur eftir kjördæmum. Mestan stuðning hefur hún fengið úr Suðvesturkjördæmi, eða 37,8 prósent.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi