fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Dagur staldraði við mynd af Kristjáni Þór í pylsuveislu Katrínar – „Ég á það, ég má það“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Dagur Hjartarson segist hafa staldrað við mynd af Kristjáni Þór Júlíussyni, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, í kosningagleðskap Katrínar Jakobsdóttur á dögunum.

Mikil spenna ríkir fyrir kosningunum á morgun en síðustu kannanir gefa til kynna að þrír frambjóðendur séu nánast hnífjafnir; Katrín Jakobsdóttir, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir.

Í færslu á Facebook-síðu sinni gerir Dagur framboð Katrínar að umtalsefni.

„Nú er því víða haldið fram að þeir sem ekki ætli að kjósa Katrínu Jakobsdóttur séu mögulega kvenhatarar, eltihrellar í hefndarhug, neikvæðir, að þeir skilji ekki hugtakið „málamiðlun“, þeim er bent á að lýðræði snúist ekki um að gagnrýna valdhafa heldur að hampa þeim sem manni þyki bestur. Þetta er fjarri sannleikanum og ég vona að fólk láti ekki allra heitasta og háværasta stuðningsfólk Katrínar hræða sig frá þeirri lýðræðislegu þátttöku sem felst í því að gagnrýna valdhafa, að lýsa því yfir hreint og beint hvað manni hugnast ekki, frekar en að hampa þeim sem manni þyki skemmtilegastur og klárastur og bestastur,“ segir Dagur meðal annars.

Hann birtir mynd af Kristjáni Þór Júlíussyni sem tekin var í gleðskap Katrínar á Akureyri síðastliðinn sunnudag og birtist á vef Morgunblaðsins. Þar var Kristján mættur að grilla pylsur.

„Maðurinn á myndinni hér fyrir neðan er einmitt að hampa sínum frambjóðanda, mættur sem sjálfboðaliði á grillið í pylsuveislu Katrínar Jakobsdóttur nú á dögunum,“ segir Dagur og bætir við að auðvitað þurfi ekki að kynna manninn en hann geri það nú samt.

„Þetta er Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherrann sem hringdi í forstjóra Samherja, daginn eftir að ljóst var hvað Samherjamenn höfðu gert í Namibíu, til að spyrja hvernig hann hefði það. Kristján er auðvitað fyrrverandi stjórnarformaður Samherja og birtist meira að segja á einum fundi Samherja með Namibíumönnunum. En hann fékk að sitja áfram í ríkisstjórn Katrínar, einn óvinsælasti ráðherra Íslandssögunnar samkvæmt mælingum, sat sem fastast til þess eins að verja hagsmuni þeirra sem stjórna auðlindunum í kringum Ísland, auðlindum sem sumum finnst eins og verið sé að hrifsa frá almenningi. Fiskarnir, firðirnir, o.s.frv.“

Dagur segir að þetta finnist honum fínt dæmi um það hvernig Katrínu mistókst að ná fram málamiðlunum og sátt.

„Auðvitað gat hún ekki á einni nóttu aftengt samstarfsflokk sinn við auðvaldið en það hefði verið sjálfsögð og kurteis málamiðlun að fá smekklegri kandídat í sjávarútvegsráðuneytið, þó ekki nema tímabundið. Það mætti tína til fjölmörg sams konar dæmi, en ástandið talar fyrir sig sjálft: Ef Katrín væri sá mannasættir og það sameiningartákn sem sumir vilja meina að hún sé þá væri umræðan á allt öðrum nótum,“ segir Dagur og bætir við að sannleikurinn sé sá að Katrín kemur glóðvolg úr embætti forsætisráðherra með Kristján Þór Júlíusson á grillinu.

„Og ég staldra við þessa mynd, því það er eitthvað við hvernig Kristján heldur á pylsubrauðinu sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl, eins og hann hafi hrifsað það til sín, stríðnisglampi í augunum sem segir Ég á það, ég má það, reyndu bara að ná því aftur – eitthvað sem minnir mann á að þótt Kristján sé hér í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu Jakobsdóttur sé íslenska þjóðin fyrst og fremst í sjálfboðavinnu fyrir hann og vini hans. Einhverjir vilja kalla forsetakosningarnar lýðræðisveislu en til að íslenskt lýðræði verði að veislu þurfum við sem þjóð fyrst að útskrifast úr pylsuveislunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“