fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Jón Steinar segir Bjarna og Katrínu í baktjaldamakki – „Þetta myndi henta báðum“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. maí 2024 10:00

Jón Steinar segir fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og VG ástæðuna fyrir makkinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sakar Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur um baktjaldamakk til að koma henni í embætti forseta Íslands. Helsta ástæðan sé að bjarga fallandi fylgi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Jón Steinar lýsir því á samfélagsmiðlum að Katrín sé „eindreginn sameignarsinni.“ Að gjörðir hennar hafi verið í beinni andstöðu við stefnumál Sjálfstæðisflokksins um frelsi, ábyrgð og takmörkuð ríkisafskipti.

„Síðustu árin hefði hún af hálfu Vinstri grænna stýrt óvinsælli ríkisstjórn með aðild þessara tveggja flokka og komist þar upp með gjörðir sem samstarfsflokkurinn ætti alls ekki að hafa þolað,“ segir Jón Steinar. „Lýsti ég m.a. undrun minni á að forystumenn Sjálfstæðismanna hefðu nú hver af öðrum lýst stuðningi sínum við forsetaframboð Katrínar, þar sem þessi viðhorf hennar væru líkleg til að hafa áhrif á gjörðir hennar í forsetaembættinu.“

Sjálfstæðismenn stærsti stuðningsmannahópurinn

Á meðal þeirra Sjálfstæðismanna sem lýst hafa stuðningi við Katrínu má nefna Hannes Hólmstein Gunnarsson, Brynjar Níelsson og Friðjón Friðjónsson, sem aðstoðar framboð hennar. Við greiningu á fylgi Katrínar í skoðanakönnunum sjáist að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru stærsti pólitíski hópurinn sem styður hana.

Jón Steinar segist hafa áttað sig á því hvers vegna þetta furðulega bandalag hafi orðið til. Skýringuna sé að finna í samtryggingu Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna vegna lélegs fylgis í könnunum.

„Hér lágu slóttugir samningar að baki. Að því er Katrínu snerti var orðið ljóst að hún og flokkur hennar myndi fá hroðalega útkomu í Alþingiskosningum sem haldnar verða á næsta ári. Metnaðarfull konan vissi að hún myndi eiga erfitt með að sætta sig við slík örlög,“ segir Jón Steinar. „Fyrirsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins áttuðu sig líka á að þeirra biði afhroð í kosningunum fram undan nema þeim tækist að gera breytingar á stöðunni þannig að kosningabaráttan yrði vænlegri. Og var nú ekki sjálfsagt að semja? Katrín færi í forsetaframboð en Bjarni formaður íhaldsins forsætisráðherrastólinn. Þetta myndi henta báðum.“

Morgunblaðið taki þátt í makkinu

En það er ekki sjálfgefið að þetta myndi ganga upp. Lofa þyrfti stuðningi.

„Til þess að þetta gengi upp yrðu Sjálfstæðismennirnir að lofa Katrínu stuðningi í forsetakjörinu. Og það hefur gengið eftir,“ segir Jón Steinar og nefnir þátt Morgunblaðsins í stuðningi við hana. „Morgunblaðið hefur greinilega tekið þátt í þessum slægvitru brögðum, því ekki verður annað séð en það styðji Katrínu til forsetakjörs svo undarlegt sem það er. Og forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnilega gert ráðstafanir til að fá stuðningsmenn sína til að kjósa Katrínu til forseta.“

Að lokum spyr Jón Steinar hvort þetta sé það sem þjóðin vilji. Það er baktjaldamakk til að tryggja stöðu óvinsælla stjórnmálamanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“