fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Egill þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann fékk nýtt verkefni – „Get aldrei sett mig í spor ykkar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. maí 2024 16:30

Mynd: Skjáskot Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddaleikur Grindavíkur og Vals í Subway deild karla fór fram í N1 höllinni að Hlíðarenda og lauk leiknum með sigri Vals, 80-73.

Fyrir leikinn var frumsýnd stikla fyrir heimildaþáttaröð sem sýnd verður í desember. Þættirnir eru sex og fjalla um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft á leikmenn liðsins og starf körfuknattleiksdeildarinnar. Garðar Örn Arnarson og Sigurður Már Davíðsson gera þættina, en Sigurður Már hefur fylgt leikmönnum Grindavíkur eftir síðustu mánuði og fengið einstakt aðgengi að þeim á æfingum og fyrir og eftir leik.

Grindvíkingurinn Egill Birgisson klippir þættina, en hann starfar sem pródúsent og klippari hjá Stöð 2 Sport. Egill er jafnframt í stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG og tengist því þeim áföllum sem dunið hafa á Grindvíkingum síðustu mánuði með margvíslegum hætti, þrátt fyrir að hann hafi ekki búið í Grindavík.

„Ég mætti með skýr markmið inn í stjórn sem ég sagði mjög oft við Ingiberg [Þór Jónasson formaður UMFG] og það var að ég vill verða Íslandsmeistari og fannst heldur betur tími til kominn að okkar karla- og kvennalið myndu gera það. Við settum saman mjög sterk tvö lið og fannst okkur þau duga til þess að klára verkefnin,“

segir Egill í færslu á Facebook, þar rifjar hann upp síðustu mánuði og tímabilið í körfunni ásamt því að deila stiklu þáttanna.

Egill
Mynd: Facebook / Ingibergur Þór Jónasson

Átti erfitt með að mæta á leikina sjálfa

Egill segist hafa ákveðið það í sumar að bjóða sig fram í stjórn KKD. UMFG og „eftir að hafa unnið í átta ár í körfuboltakvöldi þá langaði mér ótrúlega að sjá mitt lið og mitt bæjarfélag lyfta þeim stóra.“

Segir Egill að þar sem hann vinni fyrir körfuboltakvöld hafi verið erfitt fyrir hann að mæta á leikina sjálfa og að þurfa oftast að horfa á þá í gegnum tölvuskjá þegar verið var að útbúa efni úr leikjum fyrir þáttinn en hann hafi reynt sitt besta til að vinna fyrir deildina hina dagana.

„Kvöldið 10. nóvember sit ég við tölvuna upp í vinnu og það er stutt í þátt þá mætir fréttamaður Vísis til mín og segir að það eigi að rýma bæinn og það verður staðfest eftir nokkrar mínútur. Fyrsta sem ég gerði var að hringja beint í minn formann Ingiberg og segja að við þurfum að koma öllum erlendu leikmönnum okkar úr bænum því það á að rýma hann á næstu 15 mínútum. Ég er eini í stjórn sem bjó ekki í Grindavík og get aldrei sett mig í spor ykkar en ég myndi aldrei óska upp á minn versta óvin að ganga í gegnum það sama og gekk á og hefur verið að ganga á.“
Segist hann þakklátur Breiðablik fyrir að grípa Grindvíkinga í lausu lofti og þakka megi fyrir það milljón sinnum í viðbót. „Við tókum saman fund eftir gæðastundina í Smáranum þegar bæði lið okkar spiluðu fyrsta leik þar um að við erum með tvö ógnarsterk lið og það væri svo glatað bara að hætta og reyna ekki við markmiðin sem við settum okkur síðasta sumar og þar var ákveðið að halda áfram,“ segir Egill og fer yfir vinnu síðustu tveggja mánaða sem hann segir hafa verið rosalega vinnu.

„Við þurftum að flytja erlendu leikmenn okkar 2-3 sinnum á milli húsa og við erum mjög þakklát hvað þau tóku það bara öll á kassann og færðu sig um heimili hægri vinstri. Þetta var farið að verða eins nálægt fullri vinnu og hægt var en við stóðum saman sem stjórn í gegnum þetta þrátt fyrir að það kom inn á milli ósætti hjá okkur sem var eðlilegt og bugun var á tímapunkti mikil en aldrei sprakk þetta og ég er ekkert eðlilega stoltur af fólkinu með mér í stjórn. Ekki margir sem vita að við vorum aðeins sex í þessu en auðvitað komu okkar frábæru sjálfboðaliðar inn,“ segir Egill sem bætir við að það þyrfti að skrifa bók um alla sem réttu hjálparhönd, „en þið voruð öll geggjuð.“

Stolt og sorg í bland

Segist Egill vera stoltur af liði Grindavíkur í gær, „og það er erfitt að vera stoltur að liðið hafi farið svona langt á sama tíma mjög mikil sorg. Það var möguleiki að skrifa blað í sögunni og lyfta titli sem hefði aldrei gleymst eftir allt sem var gengið í gegnum. Við ætlum ekki að gefast upp og stefnum á sama stað aftur með bæði lið!“

Segist Egill ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar Garðar Örn kom til hans tíu dögum eftir rýmingu, sagði honum frá þáttaröðinni og bað hann að klippa þættina.“Ég þurfti ekki að hugsa mig um í eina sek, ég er on! Í gær var frumsýndur trailerinn okkar fyrir þættina og móttökur voru rosalegar og eftir leik var ég staddur í Græna herberginu eftir leik þar sem ég sýndi öllu fólkinu sem var á leiknum og sá ekki og fólk varð orðlaust. Ég, Garðar og Siggi getum ekki beðið eftir að frumsýna þetta í desember en ég skil eftir trailerinn hérna. Njótið. Áfram Grindavík“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“