fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þrír íbúar dvelja enn í Grindavík þrátt fyrir tilmæli um rýmingu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. maí 2024 14:15

Mynd sem almannavarnir tóku í gær af gosstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum dvelja þrír íbúar enn í Grindavík þrátt fyrir tilmæli um rýmingu. Lögregla segir þessi viðbrögð ekki til eftirbreytni, en ekki hefur þó komið til þess að lögregla beiti valdi í þessum aðgerðum.  Hamfarasvæðið er lokað öðrum en viðbraðsaðilum og fjölmiðlum.

Tilkynningin:

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga nærri Sundhnúkum norðan við Grindavík og virðist staðsett norðaustan við Sýlingafell. Eldgosið hófst klukkan 12:46 og er á svipuðum slóðum og fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi voru rýmd fyrir hádegi í dag. Sú aðgerð gekk vel. Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík. Þá dvelja enn þrír íbúar í Grindavík þrátt fyrir tilmæli viðbragðsaðila um að koma sér út úr bænum. Slík viðbrögð eru ekki til eftirbreytni. Ekki hefur komið til þess að lögregla hafi beitt valdi í þessum aðgerðum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins. Fréttamönnum og blaðamönnum hefur verið hleypt nærri eldstöðvunum í fylgd viðbragsaðila. Þeir eru með viðeigandi búnað og blaðamannapassa samkvæmt samkomulagi Blaðamannafélags Íslands við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Hamfarasvæðið er að öðru leyti lokað öðrum en viðbragðsaðilum. Lokunarpóstur er við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og sem fyrr á Nesvegi og Suðurstrandarvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu