Árekstur varð að Reykjanesbraut síðdegis í dag þegagar tveir bílar lentu saman á svæði þar sem vegaframkvæmdir standa yfir, norðan við álverið í Straumsvík. Fjórir voru fluttir á slysadeild til skoðunar samkvæmt frétt RÚV.
Stefán Már Kristinsson hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um alvarleika meiðsla en hann segir í samtali við mbl.is að ekki sé um háalvarlega áverka að ræða.