Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um aðila sem var sagður bera sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi Reykjavíkur (Póstnúmer 108). Þegar lögreglu bar að garði hafði meintur strípalingur haft sig á brott. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Eignatjón varð í Breiðholti þar sem verulegar skemmdir urðu á bifreið. Rúður voru brotnar og framstuðari bifreiðarinnar fjarlægður. Lögregla hefur málið til rannsóknar.
Eins barst lögreglu tilkynning um karlmenn sem var að taka myndir af fólki án þeirra leyfis á skemmtistað í miðbænum. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann að stela reiðhjóli og tókst lögreglu að hafa uppi á manninum og hann færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Tveir leigubílstjórar höfðu samband við lögreglu efir að farþegar neituðu að borga þjónustuna og nokkrir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis- og/eða vímuefna.