Miklar og dramatískar breytingar hafa orðið á fylgi forsetaframbjóðenda í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Halla Tómasdóttir er núna komin í annað sæti en Katrín Jakobsdóttir hefur tekið afgerandi forystu og er marktækur munur á fylgi hennar og fylgi Höllu.
Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum með 25,7% atkvæði. Halla Tómasdóttir er í öðru sæti með 18,6%. Baldur Þórhallsson er í þriðja sæti með 18,2%.
Fylgi Höllu Hrundar Logadóttir heldur áfram að falla og er hún núna komin niður í 18,2%.
Jón Gnarr er með 12,4% og Arnar Þór Jónsson með 5,4%.