fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. maí 2024 15:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannlíf greinir frá því að starfsmaður forsætisráðuneytisins hafi gert lítið úr Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda fyrir að hafa sagt frá því í viðtali við miðilinn að besta vinkona hennar hafi orðið bráðkvödd á síðasta ári.

Mannlíf segir starfsmanninn hafa viðhaft ummælin í athugasemd við færslu á Facebook-síðu miðilsins þar sem frétt um þennan hluta viðtalsins var deilt.

Fréttamaður Mannlífs, Brynjar Birgisson, greinir frá ummælunum í dálknum Orðrómur:

„Flestir sem tjáðu sig um málið vottuðu Höllu Hrund innilegar samúðarkveðjur en slíkt gerði ekki starfsmaður Bjarna Benediktssonar í forsætisráðuneytinu en starfsmaðurinn er mikill stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Sá starfsmaður setti inn athugasemd á Facebook og gerði þar lítið úr sorg Höllu og hæddist að henni.“

Fréttamaður DV skoðaði fyrr í dag allar athugasemdir sem þá höfðu verið ritaðar við færsluna. Meðal þeirra sem ritaði athugasemd var einstaklingur sem tók skýrt fram á sinni Facebook-síðu að viðkomandi væri starfsmaður forsætisráðuneytisins og var ekki mikla samúð að finna í athugasemdinni í garð Höllu Hrundar. Athugasemdin er hins vegar ekki lengur sjáanleg og hefur því líklega verið fjarlægð af viðkomandi eftir að Mannlíf greindi frá henni.

Ekki eina athugasemdin

Enn er hins vegar að finna nokkrar athugasemdir við færsluna þar sem Halla Hrund er gagnrýnd fyrir að segja frá slíku í kosningabaráttu og í sumum tilfellum er hreinlega gert lítið úr henni. Nefna má til að mynda eftirfarandi dæmi:

„Flest allir hafa gengið í gengum mikla erfiðleika, en við höfum ekki þurft að setja það í blöðin.“

Annar einstaklingur segir í athugasemd að þetta sé kjánaleg frétt. Þeirri athugasemd er svarað með fullyrðingum um að Halla Hrund sé að reyna að ná sér í samúðaratkvæði en því er svarað á eftirfarandi hátt:

„Guð minn góður, leggst hún svona lágt.“

Fleiri einstaklingar taka undir í sínum athugasemdum:

„Það ganga allir gegnum erfiðleika í lífinu. Óþarfi að nota slíkt í forsetabaráttunni.“

„Verið að reyna að vekja samúð hjá fólki en engan vegin það sem þetta ferli á að ganga út á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stórhættuleg hegðun hundaeigenda – „Hef séð tvo hunda drepast vegna svona útivistarhreyfingar“

Ný stórhættuleg hegðun hundaeigenda – „Hef séð tvo hunda drepast vegna svona útivistarhreyfingar“
Fréttir
Í gær

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kringlan vinnur til tvennra evrópskra verðlauna fyrir Kúmen

Kringlan vinnur til tvennra evrópskra verðlauna fyrir Kúmen