fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 10:00

Frá Víkurgötu. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi á miðvikudagsmorgun frá nýjum gjaldþrotum byggingafélaga í eigu Ásgeirs Arnórs Stefánssonar. Í aprílmánuði voru tvö félög sem hann er skráður eigandi að úrskurðuð gjaldþrota. Annað þeirra er Börk eignarhald ehf. en það skilur eftir sig ókláruð verkefni í Víkurgötu í Garðabæ og eru kaupendur eignanna í miklum vandræðum.

Sjá einnig: Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn

Óhætt er að segja að umsvif Ásgeirs undanfarin ár séu mörkuð gjaldþrotum. DV greindi frá því fyrir skömmu að skiptalok hefðu orðið hjá byggingafélagi hans, Bygg Örk. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur því þær eignir sem fundust í búinu fóru í skiptakostnað. Lýstar kröfur voru hátt í 323 milljónir króna. Síðasta sumar var Ásgeir sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. Vanskil fyrirtækisins á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna þess námu nokkuð yfir 80 milljónum króna. Ásgeir játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 152 milljónir í sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í eitt ár.

Atvinnurekstrarbann yfirvofandi

Víkjum aftur sögunni að Börk eignarhald ehf. DV hefur fengið ábendingar um að félagið hafi staðið að byggingu raðhúsalengju við Víkurgötu í Garðabæ. Verkefninu hafi ekki verið að fullu lokið og eigendur einhverra húsanna sitji eftir með sárt ennið. Skiptastjóri þrotabús Börk eignarhald ehf. er Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður en hann vildi ekki tjá sig um málið.

DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að unnið sé að því að dæma Ásgeir í atvinnurekstrarbann svo hann geti ekki stofnað fleiri félög og haldið byggingastarsemi áfram. Lög þess efnis voru sett árið 2019 og er þeim ætlað að taka á kennitöluflakki og misnotkun á félagaformi. Með lögunum er gerð breyting á 262. gr. almennra hegningarlaga, þess efnis að samhliða dómi um brot gegn því ákvæði er hægt að dæma mann í atvinnurekstrarbann. 262. greinin kveður á um ýmis viðurlög við margskonar skattalagabrotum en búið er að bæta við þessari málsgrein við lagagreinina:

„Nú er maður dæmdur sekur um brot gegn ákvæði þessu og má þá í dómi í sakamáli á hendur honum jafnframt banna honum að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meiri hluta atkvæðisréttar í slíku félagi í allt að þrjú ár.“

Ókláruð hús og eigendur án afsals

„Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar. Og við erum ekki komin með afsal að húsinu. Hann er ekki búinn að klára lóðina og hefur verið með allt niður um sig,“ segir einn íbúa við áðurnefnda Víkurgötu í Garðabæ, en Börk eignarhald ehf. annast byggingu raðhúsa númer 1-7 við götuna.

„Við fáum engar kröfur úr þessu búi fyrir því sem er eftir að klára, er ég hrædd um, ég held að það teljist ekki með sem forgangskröfur,“ segir íbúinn ennfremur. „Ef við semjum ekki við kröfuhafann getur hann haldið þessu opnu og við fáum ekki afsal eins lengi og honum hentar,“ segir hún ennfremur en með „kröfuhafann“ vísar hún til þrotabúsins.

„Það voru aðrir menn með honum í þessu félagi en þeir fóru út úr því af því að þeir voru ekki sáttir við hvernig hann fór að. Svo skildi hann eftir fullt af drasli á lóðinni. Hann steypti fyrir okkur vegg og skildi bara steypumótin eftir.“

Samkvæmt upplýsingum frá þessum  íbúa eru fjögur raðhús á Víkurgötu 1-7 án afsals. Hún veit til að einn kaupandi sé með afsal en annar er í málaferlum við Ásgeir. Konan sem ræddi við DV telur brýnt að Ásgeir verði settur í atvinnurekstrarbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“