YouTube-notandi sem kallar sig Wades Venture heldur úti sambærilegum þáttum á YouTube og hann á það til að detta í lukkupottinn eins og myndband hér að neðan sýnir.
Hann keypti innihald geymslu einnar á dögunum fyrir tæpar 60 þúsund krónur og það án þess að hafa hugmynd um hvað var í henni. Hann fékk hins vegar vægt áfall þegar hann sá að geymslan var stútfull af rándýrum töskum frá þekktum lúxusvöruframleiðendum. Er virði þeirra talið nema allt að tíu milljónum króna.
Alls voru 400 töskur í geymslunni, þar á meðal töskur frá Gucci og Coach, og voru sumar töskur enn með verðmiðanum á. Þá voru einnig fleiri flottar lúxusvörur í geymslunni, kápa og skór frá Gucci til dæmis.
„Það er sjaldgæft að maður detti niður á eitthvað svona. Vanalega finnur maður gömul húsgögn og eitthvað drasl. Hugsanlega hefur eigandinn átt við einhvers konar kaupfíkn að stríða og mögulega viljað halda því frá eiginmanni sínum,“ sagði Wade í léttum dúr.