fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2024 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið kynnir nú til samráðs í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs. Með reglugerðardrögum er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga við löggiltar heilbrigðisstéttir.

Áður voru reglugerðardrög send í samráð í nóvember en nú hafa verið gerðar töluverðar breytingar sem lúta helst að gildissviði. Nú er gildissviðið afmarkað við meðferðir þegar lækningatækni, þ.e. „efni, efnasamsetningar eða hlutir, er notað í andlits-, húð eða slímhúðarfyllingar með því að sprauta því undir húð, í slímubeð eða leðurhúð eða sett inn á annan hátt“. Með öðrum orðum er átt við meðferðir með fylliefnum. Séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Andlits- og húðmeðferðir sem teljast hættuminni, svo sem húðslípun, örnálameðferð og laser, falla utan reglugerðarinnar.

Verði reglugerðin samþykkt munu læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum hafa heimild til að nota fylliefni og eins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem hafa aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina. Þeir sem veita meðferð eiga að hafa gilt starfsleyfi og veita meðferð á heilbrigðisstofnun eða starfstofu heilbrigðisstarfsmanns og hafa að auki gilda tryggingu samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu.

Þegar drög reglugerðar voru kynnt í nóvember bárust á fjórða tug umsagna. Þar mótmæltu meðal annars ófaglærðir sem hafa veitt fylliefnameðferðir sem telja vegið að atvinnufrelsi sínu. Eins var bent á að þar sem ekki er um læknisfræðilega nauðsynlega meðferð að ræða sé með reglugerðinni verið að auka álag á heilbrigðisstarfsmenn sem sé nú mikið þegar. Hætt sé við því að reglugerðin skapi svartan markað fylliefna og fullyrðingar um alvarlegar afleiðingar af mistökum við sprautun fylliefna séu úr lausu lofti gripnar enda dæmin mjög fá á þeim fjórum áratugum sem slíkar meðferðir hafi verið veittar.

Því var eins mótmælt að hjúkrunarfræðingum væri sniðinn þrengri stakkur en sérfræðilæknum, enda hjúkrunarfræði fjögurra ára háskólanám og sjái stéttin um að sprauta botox og fylliefni víða erlendis. „Þessar takmarkanir vekja óhjákvæmilega upp þá spurningu hvort hagsmunir ákveðinna læknastétta hafi þar áhrif“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir