fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. maí 2024 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílastæðaþjónustan Base Parking, sem hefur þjónustað farþega á Keflavíkurflugvelli með langtímastæði fyrir bíla þeirra, virðist vera sigld í strand. Má ráða það sérstaklega af nýju heiti félagsins, en það heitir núna „Siglt í strand ehf.“

Þetta sést með óhyggjandi hætti við flettingu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Þar skilar „Base Parking ehf.“ engri niðurstöðu en sé kennitala fyrirtækisins slegin inn kemur upp „Siglt í strand ehf.“ – Forráðamaður fyrirtækisins er skráður Geir Þorsteinsson, maður úr Vestamannaeyjum, skal þess getið að hann tengist málefnum knattspyrnu ekki með nokkrum hætti. Eigandi Base Parking var hins vegar Ómar Þröstur Hjaltason.

DV hefur hvorki náð í Geir né Ómar við vinnslu þessarar fréttar. Þegar hringt er í uppgefið símanúmer fyrirtækisins hljómar tilkynningin „Í augnablikinu næst ekki í farsímann.“

Svo virðist þó sem enn sé hægt að panta bílastæðaþjónustu á vef Base Parking.

Orðspor Base Parking hefur lengi verið litað kvörtunum viðskiptavina, m.a. vegna óleyfilegrar notkunar starfsmanna fyrirtækisins á bílum sem eru í stæðaþjónustu hjá fyrirtækinu, einnig vegna slæmrar meðferðar á bílum. Undanfarið hafa verið brögð að því að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi verið tvírukkaðir fyrir stæði þar sem bílum þeirra hefur verið lagt á stæðasvæði Isavia og eigendur því fengið tvöfalda rukkun, bæði frá Isavia og Base Parking.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“