fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 11:30

Lögregla auglýsti eftir hinum grunuðu ræningjum með meðfylgjandi mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er í haldi lögreglu, grunaður um að aðild að þjófnaði úr peningaflutningabíl í Hamraborg, hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir umfangsmikil innbrot fyrir rúmum áratug síðan.

Umræddur aðili bar ábyrgð á, ásamt samverkamönnum í sumum tilvikum, sannkallaðri innbrotahrinu hjá einstaklingum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem stolið var verðmætum fyrir tugi milljóna.

Meðal annars braust maðurinn inn í ótilgreint fyrirtækjahúsnæði í Reykjavík og stal þaðan uppgjörstöskum með tæplega 3 milljónum króna í reiðufé, sem er ekki ósvipað þeim glæp sem hann er grunaður um í dag.

Hlaut maðurinn 18 mánaða fangelsisdóm fyrir umrædd brot en fyrir dómi kom fram að hann hafi verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem afbrotin stóðu yfir og fjármagnað hana með innbrotunum og sölu á þýfi. Kom fram í dómnum að hann hefði farið í meðferð og náð að koma sér á beinu brautina.

Seig á ógæfuhliðina áratug síðar

Herma heimildir DV að að þá braut hafi maðurinn fetað í rúman áratug þar til síga fór á ógæfuhliðina að nýju. Þá hafði maðurinn byggt upp fjölskyldu og komið að rekstri fyrirtækis sem gekk vel.

Eins og komið hefur fram átti ránið sér stað þann 25. mars síðastliðinn en tveir menn brutist þá inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem lagt hafði verið fyrir utan veitingastaðinn Catalinu við Hamraborg í Kópavogi. Þeir tóku með sér hátt í 30 milljónir króna í uppgjörstöskum sem voru sóttar í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands.

Lýst var eftir mönnunum og bíl sem þeir notuðu við verknaðinn en skömmu síðar fundust áðurnefndar töskur víða í Mosfellsbæ. Í þeim hafði verið komið fyrir litasprengjum og hafði hluti þeirra sprungið og þar með litað hluta seðlanna.

Þá herma heimildir fréttastofu Vísis skömmu áður en maðurinn var handtekinn hafi litaðir peningaseðlar fundist í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Það hafi leitt til handtöku hins grunaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“