fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Dagur skýtur föstum skotum til baka og segir bæði Maríu og RÚV hafa staðfest villandi framsetningu- „Ekki mikil reisn yfir þessari yfirlýsingu Maríu Sigrúnar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2024 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað var um bensínstöðvalóðamál Reykjavíkurborgar í Kastljósi á mánudag. Um var að ræða fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur sem upphaflega átti að sýna í Kveik.

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri, hefur gagnrýnt umfjöllunina harðlega og segir Maríu Sigrúnu ekki hafa gætt sanngirni í framsetningu. Umfjöllun hennar hafi verið einhliða, ýkjukennd og röng í mikilvægum atriðum. María Sigrún svaraði Degi fullum hálsi í færslu á Facebook þar sem hún vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna.

Nú hefur Dagur svarað svari Maríu. Hann segir hana óviljandi hafa gengist við eigin rangfærslum og þar að auki hafi hann fengið svör frá fréttastjóra RÚV sem gangist við ónákvæmri framsetningu.

María viðurkenni sjálf ýkjur

Dagur skrifar á Facebook:

„María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður sem vann innslag fyrir Kastljós birti rétt í þessu færslu á facebook þar sem hún bregst við gagnrýni minni og Reykjavíkurborgar á framsetningu þáttarins fyrr í dag. Í færslunni staðfestir hún réttmæti gagnrýninnar án þess að taka ábyrgð þeirri villandi framsetningu og vinnubrögðum sem í því birtist. Fréttastjóri Rúv hefur jafnframt sent Reykjavíkurborg svar þar sem gengist er við því að framsetning Maríu Sigrúnar í þættinum sé ónákvæm.“

María Sigrún hafi nú gengist við að hafa oftalið íbúðir og að hafa blandað saman bensínstöðvalóðum við lóðir sem ekki eru bensínstöðvalóðir.

„Það er gott að fá fram en er alvarlegt og mikilvægt að sé leiðrétt“

Eins hafi María Sigrún gengist við því að hafa vita að upphaflegum samningsmarkmiðum hafi skýrt komið fram að olíufélögin þyrftu aðeins að borga gatnagerðargjöld. Eða með öðrum orðum að frá öndverðu hafi legið fyrir að ekki yrði tekið gjald fyrir byggingarrétt eða innviðagjald.

„Þar með viðurkennir hún að hafa gegn betri vitund látið líta svo út í þættinum að slík ákvæði væri alls ekki að finna í gögnunum og látið óátalið og athugasemdalaust að pólitískir fulltrúar minnihluta borgarstjórnar vildu ekkert kannast við að slíkt ákvæði væru í samningsmarkmiðunum sem þau samþykktu ásamt öllum öðrum í borgarráði á sínum tíma“

RÚV staðfesti villandi framsetningu

Dagur segir rangt hjá Maríu Sigrúnu að hann hafi gagnrýnt fjárfestakynningar. Hann hafi gagnrýnt „viljandi og gróflega ranga framsetningu“ á gögnum frá þessum kynningum. Hún hafi slegið fram að verðmæti byggingarréttar á bensínstöðvalóðunum væri 10 milljarðar en segi nú að virðið muni liggja fyrir með tíð og tíma.

Fréttastjóri RÚV hafi sent borginni svar í dag þar sem fallist er á að framsetning varðandi tiltekna þætti í umfjöllun Maríu hefðu mátt vera nákvæmari. Þar með talið um fjölda ráðgerðar íbúða sem og að tiltaka með skýrari hætti að bókfært verðmæti byggingarrétta í tilviki Haga tæki einnig til annarra lóða en bara bensínstöðvalóða.

„Fréttastjóri tekur með öðrum orðum undir efnislegar athugasemdir Reykjavíkurborgar.“

Dagur segir got að hafa fengið viðurkenningu á þessum atriðum og það sé ekki mikil reisn yfir yfirlýsingu Maríu Sigrúnar. Hún hafi staðið fyrir villandi framsetningu sem byggði á röngum og ýktum upplýsingum.

„Mér finnst gott að hafa fengið viðurkenningu á mikilvægum atriðum en ekki mikil reisn yfir þessari yfirlýsingu Maríu Sigrúnar. Í stað þess að skilja eftir góða og upplýsandi umfjöllun um þau mikilvægu og flóknu mál sem til umfjöllunar voru, fór þess í stað í loftið villandi framsetning byggð á röngum og ýktum upplýsingum, þar sem mikilvægum staðreyndum var leynt eða látið einsog þær lægju ekki fyrir. Það getur ekki verið góð niðurstaða fyrir neinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks