fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg sendi frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem hnýtt var í innslag Kastljóss um umdeilda samninga borgarinnar við olíufélögin um byggingarrétt til þeirra á borgarlóðum gegn fækkun bensínstöðva.

Í innslaginu, sem var í umsjón Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur – sem gustað hefur um undanfarið, var meðal annars fullyrt að „Olíufélögin fengu með samkomulaginu heimild til að byggja 700 íbúðir í þessum fyrsta áfanga samninganna.“ 

Í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar er það tiltekið sem „alvarleg staðreyndavilla“ og svo í löngu máli reiknað út að um sé að ræða á bilinu 387-464 íbúðir miðað við gefnar forsendur.

Vísir birti nú fyrir stundu viðtal við Baldvin Þór Bergsson, ritstjóra Kastljóss, þar sem hann vísar því alfarið á bug. Þar vísar hann í fréttatilkynningu á vef Reykjavíkurborgar í tilefni af undirskrift samninganna við olíufélögin, 25. júní 2021, en þar er einfaldlega  fullyrt að með þessari nýju samþykkt, sé í upphafi horft til 12 stöðva í íbúðarhverfum víðs vegar um borgina þar sem reisa má a.m.k. 500 íbúðir.

Neðar í greininni er svo minnst á að til vibótar við þessar lóðir á bensínustöðvunum sé samið  við Haga um fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu á lóð við Stekkjarbakka 4-6 þar sem mögulega verða til uppbyggingarmöguleikar fyrir um 200-300 íbúðir.

Sumsé 700 til 800 lóðir samkvæmt tilkynningu borgarinnar sjálfrar.

Hér má lesa viðtalið við Baldvin þar sem hann bendir á staðreyndavillurnar í tilkynningu Reykjavíkuborgar um staðreyndavillur Kastljóss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir