fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. maí 2024 11:30

Óli mælir með því að fólk kaupi miða á samstöðutónleikana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, títt kallaður Óli Palli, ætlar ekki að horfa á Eurovision í kvöld. Og ekki um helgina heldur. Ástæðan er þátttaka Ísraels í keppninni.

„Það er Eurovison í kvöld. Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum,“ segir Óli Palli í færslu á samfélagsmiðlum.

Klárt í blóðbað

Í kvöld fer fram fyrri undanriðill þar sem Ísland tekur þátt. Á fimmtudag er annar undanriðillinn, en þá tekur einmitt Ísrael þátt. Svo er lokakeppnin á laugardagskvöld.

„Þetta hrekkjusvín er ekki að skilja útundan eða leggja í einelti – það er hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð,“ segir Óli Palli. „Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu eru þessi: Ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum.“

Engin stemning og engin gleði

EBU, skipuleggjandi keppninnar, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að leyfa Ísrael að taka þátt eftir innrásina á Gaza. Hefur stofnunin verið sökuð um hræsni í ljósi þess að Rússum var vikið úr keppni eftir innrásina í Úkraínu árið 2022. EBU hefur hins vegar gefið í og meðal annars bannað fólki að flagga palestínska fánanum á keppninni. Fáni Ísraels er hins vegar leyfður.

„Ég hef horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld en ég mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár,“ segir Óli Palli og tekur undir orð Gísla Marteins Baldurssonar, samstarfsmanns síns á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemningu og gleði og fyrir slíku væri hvorugu fyrir að fara í ár.

„Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja,“ segir Óli Palli að lokum og bendir á miðasölu tónleikanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“