Séra Guðrún Karls Helgudóttir hefur verið kjörin biskup Íslands. Þetta kemur fram á vef Þjóðkirkjunnar.
Síðari umferð biskupskosninganna lauk á hádegi í dag. Hlaut Guðrún 1060 atkvæði, eða 52,19% atkvæða. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson fékk 954 atkvæði, eða 46,9%.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er fædd árið 1969 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Karl Magnús Kristjánsson og Helga Einarsdóttir.
Hún varð prestur í Grafarvogskirkju árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í þeim söfnuði síðan árið 2016.
Nánar má lesa um feril Guðrúnar á vef Þjóðkirkjunnar.