Rússar virðast hafa hert sókn sína í Donetsk. Úkraínsk yfirvöld hafa varað við því að Rússar muni hugsanlega herða árásir sínar á næstu dögum í tengslum við að á fimmtudaginn fagna þeir Sigurdeginum en hann er haldinn til að minnast sigursins yfir Þýskalandi nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Rússneskar hersveitir hafa sótt fram í norðvesturhluta Úkraínu á síðustu dögum, aðallega nærri bænum Avdiivka í Donetsk.
ISW telur að ástæðan fyrir framsókn Rússa geti verið að úkraínskar hersveitir hafi viljandi hörfað til að vinna tíma á meðan beðið er eftir vopna- og skotfærasendingum frá Vesturlöndum. Þetta geti orðið til þess að Rússar sæki fram víðar og nái meira landsvæði á sitt vald.