fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu, sem hefur aðsetur í Hafnarfirði, en er frá Taílandi, hefur verið birt stefna í Lögbirtingablaðinu. Er henni stefnt til að greiða hjónum í Hafnarfirði 21.385.309 kr. ásamt dráttarvöxtum.

Um er að ræða skuld sem er tilkomin með vægast sagt sérkennilegum hætti. Árið 2021 gerðu hjónin munnlegt samkomulagt við konuna um að hún fengi frá þeim 29 milljónir króna sem hún myndi ávaxta og endurgreiða þeim með 5% vöxtum. Í stefnunni kemur fram að konan segist stunda að lána innflytjendum á Íslandi fé með 7% vöxtum.

Fólkið afhenti konunni féð með fjölmörgum bankamillifærslum og að stórum hluta með reiðufé. Hún endurgreiddi þeim aðeins um 7,6 milljónir króna til baka, samkvæmt stefnunni, en lokaði síðan á öll samskipti við þau. Þau telja konuna vera niðurkomna í Taílandi en ekki hefur tekist að hafa upp á henni þar og er stefnan því birt, lögum samkvæmt, opinberlega í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt heimildum DV er þetta hins vegar ekki rétt og konan er búsett hér á landi.

Einnig kemur fram að fólkinu hefur tekist með úrskurði sýslumanns að kyrrsetja um 13,3 milljónir í fasteign konunnar í Hafnarfirði. Krafa þeirra hljóðar upp á endurgreiðslu á eftirstöðvum láns upp á 29  milljónir króna auk 5% vaxta, að viðbættum dráttarvöxtum.

Máli hjónanna gegn konunni hefur áður verið vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar en þau hafa nú stefnt henni aftur og segjast leggja fram betri gögn til sönnunar skuldinni. Er þar um að ræða ítarlegri upplýsingar um millifærslur en einnig vitni að því er þau afhentu konunni háar fjárhæðir í reiðufé.

Þeir viðskiptahættir sem hér hafa verið viðhafðir vitna um furðumikið trúnaðartraust en í stefnunni segir meðal annars, orðrétt:

„Í tengslum við forsendur frávísunarúrskurðar héraðsdóms kveðast stefnendur leggja áherslu á að samningur aðila hafi verið munnlegur og hann hafi komið til fyrir tilstilli stefndu. Aðilar hafi aldrei skrifað undir nákvæma samningsskilmála um fyrirkomulag endurgreiðslna og umsaminna vaxtagreiðslna stefndu til stefnenda. Stefnendur kveðast hafa talið sig geta treyst því að stefnda myndi endurgreiða þeim það fé sem þau hafi látið af hendi án þess að það hafi verið fyllilega fast í hendi nákvæmlega hvenær endurgreiðsla ásamt vöxtum myndi eiga sér stað. Samningssamband aðila hafi jafnframt einkennst af því að stefnandi […] og stefnda hafi verið kunningjar og stefnendur hafi því treyst því að stefnda myndi standa við orð sitt og viðhafa heiðarlega viðskiptahætti. Samningurinn hafi ekki verið nákvæmari en svo að stefnda hafi tekið við peningum stefnenda og lofað að endurgreiða þeim þann pening ásamt 5% vöxtum í næsta mánuði eftir afhendingu fjárins. Á þessum forsendum kveða stefnendur upprunalegar kröfur, þ.m.t. vaxtakröfu málsins hafa byggt.“

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 5. júní næstkomandi.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu