fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast, hvorki á RÚV né annars staðar.

Sigríður gerir mál Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur að umtalsefni en greint var frá því á dögunum að hún væri ekki lengur hluti af teymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks.

Vísir greindi fyrst frá málinu og í frétt miðilsins kom fram að Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefði sagt að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari í sjónvarpsfréttum RÚV.

María Sigrún hafði unnið innslag fyrir þáttinn um nokkurt skeið en það var tekið af dagskrá í síðustu viku. Ýjuðu sumir að því að annarlegar hvatir lægju þar að baki en Sigríður Dögg segir að allar vangaveltur um slíkt standist enga skoðun.

Sjá einnig: Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Í færslu á Facebook í gærkvöldi vísaði Sigríður Dögg í könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður þar sem í ljós kom að konur innan stéttarinnar upplifa mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt.

Þá hafi alþjóðlegar rannsóknir sýnt að kvenkyns blaðamenn verði fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar; þær hljóti síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri.

„Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar – og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar.

Sjá einnig: Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur – og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum.  Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV – gerið betur,“ sagði Sigríður Dögg.

Hún uppfærði svo færslu sína og benti á að hún þekki Ingólf Bjarna af góðu einu og kvaðst vita að hann væri vandaður og heiðarlegur fréttamaður.

„Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra – og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“