fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. apríl 2024 08:26

María Sigrún Hilmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn þriðjudag, 23. apríl, stóð til að fréttaskýringaþátturinn Kveikur myndi sýna innslag fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur sem hafði verið í vinnslu í langan tíma. Af því varð þó ekki og hefur sú ákvörðun dregið dilk á eftir. Í gær var greint frá því að María Sigrún væri hætt í Kveiks-teyminu og gaus upp reiðialda þegar greint var frá því að Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefði sagt að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en að hún væri þeim mun betri að lesa upp fréttir.

Ummælin urðu til þess að kollegar Maríu Sigrúnar gripu til varna fyrir hana og spurði fyrrum samstarfsmaður hennar á RÚV, Guðfinnur Sigurvinsson, hvassra  spurninga, um hvaða efni María Sigrún var búin að vinna umfjöllun um en ekki var sýnd. Þá spurði hann einnig hvort annarleg sjónarmið hefðu ráðið för þegar ákveðið var að sýna ekki þáttinn.

Umdeildur samningur borgarstjóra

Heimildir DV herma að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi snúið að meintum gjafagjörningi Reykjavíkurborgar til olíufélaga.

Í júní 2021, í skugga sólar ef svo má segja, skrifaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, undir samning við  við Festi og Krónuna, Olíuverslun Íslands og Haga og Skeljung um nýtt hlutverk bensínstöðvalóða í þeirra eigu. Alls var um að ræða tólf lóðir á úrvalsstöðum í borginni, svokallaður fyrsti fasi í fækkun bensínstöðva í borgarlandinu, en samningurinn var strax afar umdeildur. Auk nýrra lóða undir starfsemi sína fengu olíufélögin gefins byggingarétt á lóðunum sem í fólust gríðarleg verðmæti sem hafa bara hækkað síðan.

Nokkur ár voru í að leigusamningar flestra lóðanna myndu renna út og þá hefði Reykjavíkurborg getað leyst til sín lóðirnar fyrir mun lægri upphæð en verðmæti þeirra sagði til um. Var Dagur því gagnrýndur harðlega fyrir gjafagjörning til olíufélaganna.

Þá herma heimildir DV að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi ekki síst beinst að bensínstöð Festi hf. við Ægisíðu 102 en þar er umdeild uppbygging á yfirborðinu sem hefur fallið í grýttan jarðveg hjá íbúum í nágrenninu. Ekki síst fyrir gríðarlegt byggingarmagn sem er á teikniborðinu í þessu gróna, lágreista hverfi.

Hvaða uppljóstranir koma til með að koma fram í þættinum skal ósagt látið en María Sigrún hefur þó gefið það út að vonir hennar standi til að þátturinn verði sýndur á öðrum vettvangi innan RÚV, það er að segja Kastljósi. Það gæti þó dregist eitthvað, jafnvel fram á haust.

Sjá einnig: Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“