fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2024 21:30

Heilbrigðisstarfsfólk getur ekki greint snáka. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskt heilbrigðisstarfsfólk biðlar til fólks sem verður fyrir snákabiti að koma ekki með gerandann með sér á spítala. Algengt er að fólk haldi að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá snákinn til að geta gefið rétt móteitur.

„Starfsfólkið verður hrætt en það alvarlegasta er að þetta tefur fyrir meðferðinni,“ sagði Adam Michael, læknir á bráðamóttökunni á Bundaberg spítalanum í Queensland fylki við ástralska ríkissjónvarpið, ABC, síðastliðinn mánudag.

Fyrr í þessum mánuði kom sjúklingur, bitinn af snáki, á bráðamóttökuna með snákinn sem beit hann með sér. Snákurinn er af tegundinni eystri brúnsnákur og er mjög eitraður. Starfsfólkinu fannst plastboxið, sem hinn lifandi snákur var geymdur í, ekkert sérstaklega traustvekjandi.

„Við viljum geta aðgætt með sjúklinga snögglega og að hafa lifandi eitursnák í herberginu tefur fyrir því,“ sagði Michael læknir.

Stórslys ef hann sleppur

Annar læknir og eiturefnafræðingur, Geoff Ibister við Newcastle háskóla í Ástralíu, segir þetta dæmi ekkert nýtt á áströlskum spítölum. En stórhættulegt.

„Þetta er hættulegt og enginn á spítalanum mun geta greint hvaða tegund af snák þetta er,“ sagði Ibister. „Ef snákurinn sleppur og kemst svo út af bráðamóttökunni þá er það stórslys.“

Fyrir utan að vera hættulegt og gagnslaust að koma með lifandi snák á spítalann þá hefur starfsfólkið ýmis tól til þess að meta hvað skal gera við snákabiti. Það er ýmis konar próf og mat á einkennum sjúklingsins sem segja til um hvort hann þurfi á móteitri að halda. Á áströlskum spítölum séu til staðar snákabitsviðbragðs pakkar.

Margoft sendur á spítalann

Dýrafangarinn Jonas Murphy segist í mörg skipti hafa verið kallaður út í Bundaberg spítalann til þess að góma snáka sem sjúklingar höfðu komið með en sloppið.

„Ef þú kemur með snákinn með þér ertu að auka hættuna á að vera bitinn í annað skiptið. Þú ert einnig að leggja alla aðra í kringum þig í hættu,“ sagði Murphy. „Margt fólk er hrætt við snáka. Við viljum ekki hafa þá á spítölum.“

Ekki sjúga eitrið

Að taka snákinn með á spítalanna eru ekki einu algengu mistökin sem snákbitið fólk á það til að gera. Samkvæmt ráðum sem gefin eru hjá spítalanum í Wide Bay í Ástralíu á heldur ekki að þvo sárið, ekki setja þykkan plástur á það, ekki setja snerilvöndul á útliminn sem bitinn var, ekki skera í sárið og ekki reyna að sjúga út eitrið með munninum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum