fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fella niður sektir á þá ökumenn sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun kom fram að tíu ökumenn hefðu verið sektaðir fyrir að vera á nagladekkjum, en óheimilt er að vera á slíkum dekkjum frá 15. apríl til 1. nóvember.

Í skeyti sem lögregla birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu í dag bendir lögregla á að tími nagladekkja sé liðinn og þeir sem enn eru með slíkan útbúnað þurfi að fara að skipta yfir á dekk sem hæfa betur auðum götum.

„Alltaf eru einhverjir sem hyggja á langferðir, t.d. norður í land eða Vestfirði – en þar ríkir enn vetrarfærð og þar sem landið er jú ein heild, er ekki hægt að fara að sekta fyrr en sumarfærð er komin hjá okkur öllum. Við viljum því byrja á að ýta við þeim sem enn eru á negldum börðum að skipta sem allra fyrst en í upphafi maí verður endurskoðað og væntanlega byrjað að sekta úr því.“

Í athugasemdum undir færslunni benti einn á að samt hafi verið byrjað að sekta á miðvikudag. Því svaraði lögregla svona:

„Rétt er það að nokkrir ökumenn fengu sektir um helgina – en þær verða felldar niður þar sem sama verður yfir alla að ganga. Því miður voru skilaboð hér innanhúss ekki nægjanlega skýr og því varð úr sá leiði misskilningur og nokkrir ökumenn fengu sektir. Það verður lagfært okkar megin. Vegna þess að vetrarfærð ríkir enn á hluta landsins er ekki hægt að byrja að sekta, en þó gerum við það um leið og það breytist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag
Fréttir
Í gær

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Í gær

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“