fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurvefurinn Blika.is, sem veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson heldur úti, spáir því að ekki komi dropi úr lofti í Reykjavík næstu átta til níu dagana.

Síðustu daga hefur vorið gert vart við sig víða á landinu með mildum hitatölum og hægum vindi. Þessu hafa íbúar á suðvesturhorni landsins tekið fagnandi og er litlar breytingar að sjá í veðurkortum næstu dagana.

Sjá einnig: Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Einar gerði þetta að umtalsefni á vef Bliku í gærkvöldi og vísaði meðal annars í 10 daga spá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa.

„Í háloftunum (500 hPa) er spáð greinilegum og myndarlegum hæðarhrygg vestur af landinu og háloftlægð austur við Noreg. Vestanvindurinn er með öðrum orðum stíflaður fyrir austan Grænland.“

Ef spár ganga eftir verður hægviðrasamt að jafnaði áfram næstu daga en líklega samt norðan- eða norðaustanátt suma daga.

„Kortið sýnir líka úrkomufrávik og annars staðar en norðaustanlands (nærri Vopnafirði) er spáð afar lítilli úrkomu. Trúlega því sem næst alþurru víða um vestan- og sunnanvert landið. Gangi það eftir verður heildarúrkoma í apríl aðeins þriðjungur af meðalúrkomu í Reykjavík,“ segir Einar en nánar er fjallað um málið á vef Bliku.

Einar segir að Veðurstofa Íslands sé einnig sama sinnis en ef marka má sjálfvirkt spákort á vefnum Vedur.is verður engin úrkoma í Reykjavík eins langt og spár ná og raunar frekar bjart yfir og sólríkt.

DV ræddi á dögunum við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm, sem kvaðst afar jákvæður á gott sumar. Sagðist hann meira að segja halda að Íslendingar gætu jafnvel sparað sér útgjöld varðandi ferðalög til útlanda því allt benti til þess að sumarið yrði gott.

„Stóru tíðindin í langtímaspánum eru þær að það eru horfur á hlýju sumri og lítilli úrkomu. Maí verður líklega svona lala-mánuður en júní, júlí og ágúst verða prýðilegir. Það bendir allt til þess að við getum brosað hringinn og farið að dusta rykið af húsbýlum og hjólhýsum. Ég er óvenju bjartsýnn fyrir sumarið,” sagði hann.

Benti hann á að hann hefði fylgst með þessum spám í yfir 20 ár og núna væri útlitið sérstaklega bjart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum