fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 10:00

Myndunum var strax eytt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Mihai-Stegan Iancu hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka tvær ljósmyndir af nöktum manni í sturtuklefa búningsherbergis. Brotið varðar kynferðislega friðhelgi.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. apríl síðastliðinn.

Héraðssaksóknari höfðaði málið þann 30. nóvember síðastliðinn. Var gerð krafa um að Mihai yrði dæmdur til refsingar auk þess að farsíminn sem hann tók myndirnar á yrði gerður upptækur. Auk ákæru héraðssaksóknara gerði brotaþoli einkaréttarkröfu upp á eina milljón króna í miskabætur.

Brotið átti sér stað í sturtuklefa í búningsaðstöðu á ótilgreindum stað í júlí mánuði árið 2022.

Játaði skýlaust brot sitt

Mihai játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og við rannsókn málsins. Gerði hann kröfu um vægustu refsingu. Var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu.

Í dóminum kemur fram að auk játningarinnar sé það metið til refsilækkunar að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um refsiverðan verknaði hér á landi áður.

„Ákærði eyddi sömuleiðis þeim ljósmyndum sem um ræðir og  því ekki um það að ræða að þær hafi verið birtar eða farið í dreifingu. Þá lagði ákærði sig fram um að upplýsa málið,“ segir í dóminum.

Var refsing Mihai ákveðin 30 daga fangelsi. En verður hún skilorðsbundin til tveggja ára frá birtingu dómsins.

Eyddi myndunum strax

Hvað einkaréttarkröfuna varðar þá viðurkenndi Mihai bótaskyldu sína í málinu en krafðist þess að bótafjárhæðin yrði lækkuð.

„Er til þess að líta að ákærði hefur hér að framan verið sakfelldur fyrir að taka ljósmyndir af brotaþola nöktum þar sem hann var að baða sig á almennum stað og átti sér einskis ills von. Braut ákærði með því gróflega gegn friðhelgi brotaþola,“ segir íl dóminum. „Á hinn  bóginn eyddi ákærði, sem staðinn var að verki í greint sinn, þá þegar þeim ljósmyndum sem hann tók af brotaþola og takmarkaði með þeim hætti það tjón sem af saknæmri háttsemi hans leiddi.“

Þótti dómara það við hæfi að miskabæturnar næmu 400 þúsund krónum. Þá var Mihai einnig gert að greiða samanlagt rúmar 800 þúsund krónur í lögmannskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“