fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 11:59

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er sérkennilegt mál og enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í við að reyna að framfylgja óskýrum og úreltum lögum,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, í Facebook-hópnum Málspjall.

Þar gerir Eiríkur að umtalsefni nýlegan úrskurð mannanafnanefndar þar sem beiðni um eiginnafnið og millinafnið Móari var hafnað.

„Ástæðan fyrir því að nafninu Móari er hafnað er í úrskurði nefndarinnar sögð sú að það sé „samnafn, nánar tiltekið íbúaheiti, þ.e. Móari er sá sem býr eða á rætur að rekja til bæjarins Ysta-Móa í Fljótum“. Það er reyndar ekki traustvekjandi að ekki er farið rétt með nafn bæjarins, sem heitir Ysti-Mór, ekki Ysti-Mói – einnig eru til Mið-Mór og Syðsti-Mór,“ segir Eiríkur í færslu sinni.

Eíríkur segir að vel megi vera að eitthvað hafi verið talað um Móara en hann bendir á að þó hann sé Skagfirðingur hafi hann aldrei heyrt um það. Þá séu engin dæmi um það á netinu að minnsta kosti.

„Það er því ákaflega hæpið að banna mannsnafnið Móari á þeim forsendum að um íbúaheiti sé að ræða auk þess sem fordæmi eru fyrir nöfnum dregnum af íbúa- og staðaheitum, svo sem Aðalvíkingur og Reykdal. Það er óheppilegt að hafna nöfnum sem eru óumdeilanlega af íslenskum rótum um leið og verið er að samþykkja (réttilega) fjöldann allan af erlendum nöfnum,“ bætir hann við og taka margir undir gagnrýni hans í athugasemdum við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“