fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 07:51

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er morgunljóst hvaða frambjóðanda tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að kjósa í komandi forsetakosningum. Bubbi skrifar í dag aðsenda grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra.

„Katrín Jakobsdóttir hefur allt sem góðan forseta má prýða: Gáfur, þekkingu á pólitískum innviðum, hún hefur starfað sem forsætisráðherra þegar válegir tímar skullu á þjóðinni og staðið sig frábærlega. Covid-tíminn setti þjóðfélagið á hliðina, gleymum því ekki, og ekki bætti úr skák þegar fór að gjósa á Reykjanesskaga,“ segir Bubbi og heldur áfram:

„Við skulum tala íslensku. Hún er frábær í samskiptum og kann þá list öðrum betur að miðla ólíkum stefnum og sætta ólík sjónarmið. Hún er gríðarlega vel kynnt úti í heimi og eins og heimsástandið er þá þurfum við líka forseta sem þekkir lykilfólk í Evrópu persónulega. Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem Katrín Jakobsdóttir hefur er ómetanlegt,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“