Dagbladet skýrir frá þessu og segir að spænska ríkislögreglan hafi tekið við rannsókn málsins og sé það rannsakað sem kynbundið ofbeldi sem hafi valdið dauða.
Kynbundið ofbeldi er skilgreint sem ofbeldi sem kona er beitt vegna kyns hennar.
The Olive Press segir að lögreglan telji að konan hafi látist þegar þau stunduðu „öfgafullt kynlíf“.
Málið verður tekið fyrir hjá sérstökum dómstól sem fjallar um ofbeldi gagnvart konum.
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.