Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Þar segir að þá hafi íslenskt togskip sem var í nágrenninu einnig verið beðið um að halda á staðinn. Flutningaskipið rak í átt að landi en áhöfn þess lét akkeri skipsins falla og tókst að stöðva rekið.
Skipið er nú um þrjár sjómílur frá landi og akkeri þess halda. Vindur er hægur á staðnum og ölduhæð um tveir metrar. Þegar mesta hættan var liðin hjá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar afturkallaðar ásamt togskipinu sem var til taks á staðnum.
Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið á staðinn eftir hádegi. Þá verður tekin ákvörðun með útgerð skipsins með hvaða hætti það verði dregið af staðnum. Þá er þyrlusveit Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu á Akureyri ef á þarf að halda.