fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 17:00

Ástþór og Guðbergur eru sagðir skulda áratugagamla reikninga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Bjarni Grímsson hefur aðra sýn á forsetakosningarnar í ár en flestir, enda telur hann ekki bara einn, heldur tvo frambjóðendur hafa staðið í skuld við sig svo áratugum skipti vegna ógreiddra reikninga. Annars vegar er um að ræða reikning sem á rætur að rekja til tölvuvandræða og hins vegar greiðslu fyrir heilt mótorhjól.

Að skuldadögum mun komið hjá forsetaframbjóðandanum Ástþóri Magnússyni, en í gær birti Heimildin frétt þar sem fjallað var um tæplega 20 ára skuld frambjóðandans vegna tæknimála. Mun Ástþór hafa lent í tölvuvandræðum árið 2005 og kallað þá til sérfræðinginn Steinþór Bjarna Grímsson sem mætti á svæðið og reddaði málum. Fyrir þetta vildi Steinþór fá 31.125 á þávirði fyrir þriggja tíma vinnu.

Ástþór mun í kjölfarið hafa borið við minnisleysi og kannaðist hvorki við skuldina né tölvuvesenið. Á núvirði er skuldin um 85 þúsund krónur og segir Steinþór að þó ekki sé um miklar fjárhæðir að ræða þá sé það prinsippmál að fá þetta greitt.

Sést bara á fjögurra ára fresti

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til innheimtu hafi ekki tekist að fá skuldina greidda enda sé aðeins hægt að ná almennilega í Ástþór í nokkra mánuði á fjögurra ára fresti, það er að segja þegar hann er í forsetaframboði.

Ástþór vildi ekkert kannast við reikninginn þegar Heimildin bar málið undir hann. Hann sagði að raunin væri sú að Steinþór hafi kíkt í klukkutíma kaffispjall til Friðar 2000 á umræddu ári. Síðan hafi Steinþór sent reikning fyrir spjallið, sem hafi ekki verið greiddur enda tilhæfulaus með öllu. Steinþór hafi eins ítrekað skrifað níð um Ástþór á netinu og ljóst að málinu sé ætlað að grafa undan framboði Ástþórs til embættis forseta, en Ástþór hafi alltaf greitt skuldir sínar.

„Þetta ber allt með sér tilraun til fjárkúgunar,“ sagði Ástþór í frétt Heimildarinnar.

Bauðst til að ljúka málinu með greiðslu

Í kjölfar fréttarinnar virðist þó hafa komið annað hljóð í strokkinn enda hefur Steinþór undir höndum staðfestingu um að verkið hafi verið innt af hendi og Ástþór hafi sannarlega ætlað að greiða reikninginn. Í samtali við DV segir Steinþór að endurskoðandi á vegum framboðs Ástþórs hafi haft samband og boðið Steinþóri að greiða 50 þúsund krónur með VSK til þess að ljúka málinu. Steinþór hafi þá boðið á móti 50 þúsund krónur plús VSK og þar sé málið statt núna.

Segir Begga skulda sér pening fyrir mótorhjóli

Svo ótrúlega vill til að Ástþór er ekki eini forsetaframbjóðandinn sem skuldar Steinþóri peninga að hans sögn. Hinn frambjóðandinn er Guðbergur P. Guðbergsson, fasteignasali,

Guðbergur vill á Bessastaði en Steinþór segir að hann skuldi sér rúmlega 40 ára gamlan reikning

 

„Svo er það annar forsetaframbjóðandi sem ég seldi mótorhjól 1981 og sem hefur aldrei borgað hjólið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að rukka hann, mörg hundruð skipti þar sem ég og fleiri reyndum að rukka hann um hjólið eða greiðslu frá 1981, í 43 ár. Hann er núna kominn í forsetaframboð með slagorðin: „…er með mikla réttlætiskennd“,“ skrifar Steinþór í athugasemd við frétt Heimildarinnar. Hann staðfestir svo í samtali við DV að um Guðberg sé að ræða.

Steinþór segir að bróðir Guðbergs, sem hann kallar „Begga litla“ hafi verið til vitnis um kaupin á mótorhjólinu og hann hafi aldrei séð krónur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sendi hrinu innheimtuskilaboða fyrir nokkrum árum á Guðberg

Síðast sem hann hafi haft samband við Guðberg þá hafi það verið nokkrum árum fyrir Covid-faraldurinn en þá sá hann mynd af Guðbergi á samfélagsmiðlum þar sem hann var með hjól sem líktist hjólinu sem Steinþór hafi selt honum. „Þá lét ég rigna yfir hann skilaboðum í sms-um en fékk engin viðbrögð,“ segir Steinþór.

Hann bætir svo við: „Ég hef af og til séð mótorhjól sem svipar til þess sem ég seldi honum og ég fæ bara sting í hjartað,“ segir hann og hlær dátt.

Þrátt fyrir greiðslufælni forsetaframbjóðendanna segist Steinþór vera maður sátta. „Það geta allir gert mistök en ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks