fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt að taka fyrir Seesaw-deilur Persónuverndar og Reykjavíkurborgar, en áfrýjunarstefna var gefin út þann 12. apríl. Þar með mun málið ekki fara fyrir Landsrétt heldur fer það beint til Hæstaréttar.

Hæstiréttur telur fordæmisgildi málsins geta verið töluvert og haft verulega almenna þýðingu hvað varðar beitingu persónuverndarlöggjafarinnar.

Persónuvernd óskaði eftir því í byrjun marsmánaðar að fá leyfi til að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur beint til Hæstaréttar. Málið lýtur að tveimur ákvörðunum Persónuverndar um vinnslu persónuupplýsinga á ábyrgð borgarinnar í Seesaw-nemendakerfinu. Persónuvernd telur mikilvægt að útrýma réttaróvissu sem nú ríki vegna málsins, en er það mat stofnunarinnar að niðurstaða héraðsdóms fari í bága við gildandi rétt og alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og samningum um Evrópska efnahagssvæðið.

Það var í desember 2021 sem Persónuvernd lagði fyrir borgina að loka reikningum skólabarna í Seesaw nemendakerfi og sjá til þess að öllum persónuupplýsingum þeirra yrði eytt úr kerfinu. Persónuvernd taldi að borgin hafi með notkun kerfisins brotið gegn persónuverndarlögum með margvísum hætti. Mat á áhrifum hafi verið haldið verulegum ágöllum og fræðsla til forráðamanna barna ófullnægjandi, svo dæmi séu tekin. Benti stofnunin á að Seesaw vinni persónuupplýsingar foreldra og forráðamanna nemenda í því skyni að beina að þeim markaðssetningu, en um þennan þátt kerfisins hafi ekki verið upplýst með fullnægjandi hætti. Persónuupplýsingar nemenda væru að auki fluttar til Bandaríkjanna til vinnslu, þrátt fyrir að borgin hafi ekki talið svo vera.

Í kjölfarið var lögð stjórnvaldssekt á borgina, sem ákvað þá að leita með málið fyrir dómstóla. Héraðsdómur taldi efnisannmarka á ákvörðun Persónuverndar. Í dómi Héraðsdóms sem féll í febrúar var gerð athugasemd við skilgreiningu Persónuverndar á upplýsingum viðkvæms eðlis og skilgreiningu stofnunarinnar á umfangi og alvarleika brots. Eins hafi Persónuvernd ekki fært fram haldbær rök fyrir aðfinnslum um tilgang vinnslu persónuupplýsinga og við mat á nauðsyn hennar. Eins hafi stofnunin gengið of langt þegar gripið var til sekta í stað þess að beita áminningu.

Persónuvernd er ósammála niðurstöðu Héraðsdóms og telur ljóst að hún fari í bága við fordæmi frá Evrópudómstól sem og leiðbeiningar evrópska persónuverndarráðsins, evrópsku persónuverndarstofnunarinnar og norsku persónuverndarstofnunarinnar. Dómur héraðsdóms gangi í berhögg við túlkun og beitingu persónuverndarreglugerðar evrópska efnahagssvæðisins sem og annarra persónuverndarstofnana. Með þessu móti grafi dómurinn undan samræmdri beitingu reglugerðarinnar sem og undan lögbundnum ábyrgðarskyldum ábyrgðaraðila, hlutverki persónuverndarfulltrúa, eftirlitsheimildum Persónuverndar og þeirri sérstöku vernd sem persónuupplýsingum barna er veitt samkvæmt lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt