fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í yfirþyngd fær ekki niðurgreiðslu á lyfinu Saxenda, þrátt fyrir að hafa notið betri lífsgæða á lyfinu sem og náð góðum árangri. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála sem nýlega var birtur, en úrskurður féll í lok janúar.

Maðurinn hafði vorið 2023 fengið samþykkta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum á lyfinu Saxenda. Þegar hann sótti um að nýju að hausti fékk hann þó synjun. Hann vildi ekki sætta sig við þá niðurstöðu og leitaði til úrskurðarnefndar. Þar rakti hann að hann hafi náð að losa sig við 10 kíló á meðan hann var á lyfinu. Þá mánuði sem hann hafi verið án lyfsins hafi hann aftur þyngst en var fljótur að ná sér aftur á strik þegar hann hóf aftur lyfjagjöf. Það sem hafi breyst við töku lyfsins sé þyngdartap, aukinn styrkur, aukið úthald, aukin lífsgleði og aukin lífsgæði. Auk þess sé hann hættur að borða morgunmat og millimál, fái sér minni matarskammta og neyti ekki áfengis. Hann finni fyrir meiri liðleika og geti stundað hreyfingu með fjölskyldu sinni. Saxenda hafi hjálpað honum á þennan stað og standi vonir hans til að fá að halda þessari vegferð áfram. Án lyfsins bólgni hann mikið með vatnssöfnun í líkama og þyngdaraukningu.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) röktu að almennt sé Saxenda ekki niðurgreitt heldur þurfi að sækja um slíkt sérstaklega. Þar með sé útgáfa lyfjaskírteinis ívilnandi stjórnsýsluákvörðun og fylgi henni umtalsverður kostnaður fyrir ríkissjóð. Umræddur maður hafi fengið tímabundið lyfjaskírteini en fyrir áframhaldandi útgáfu þurfi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Umsækjandi hafi eftir fjóra mánuði á lyfinu náð að minnsta kosti 5 prósent þyngdartapi
  • Að umsækjandi hafi í sex mánuði eftir fyrstu endurnýjun náð að viðhalda árangri í þyngdarstjórnun
  • Eins sé hægt að endurnýja ef meðferð hefur skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm.

Téður umsækjandi hafi í umsókn um endurnýjun greint frá því að eftir að hann hætti að taka lyfið hafi hann þyngst verulega. Þar með hafi hann ekki náð að viðhalda árangri við þyngdarstjórnun og þar að auki hafi þegar verið lyfjaskírteini í gildi þegar hann sótti um í október 2023 sem var í gildi fram til nóvember.

Úrskurðarnefnd rakti að í þágildandi vinnureglu SÍ um Saxenda komi fram að umsækjandi þurfi að hafa líkamsþyngdarstuðul (BMI) yfir 35 kg/m2. Umsækjandi þurfi þar að auki að hafa lífsógnandi þungartengdan fylgikvilla eins og sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóm og ekki hafi náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Fram kom við vinnslu umsóknar að á rúmum tveimur mánuðum án Saxenda hafði árangur mannsins þurrkast út og var hann nánast í upphafsþyngd. Maðurinn gaf þá skýringu á lyfjapásu að honum hafi vantað einnota nálar til að nota lyfið og því þurft að sækja um að nýju. Úrskurðarnefndin rakti að ekki þurfi að fá samþykki SÍ til úttektar á einnota nálum, heldur þurfi aðeins samþykki ef óskað er eftir greiðsluþátttöku við kaup á slíkum.

Þegar maðurinn sótti um hafi hann því verið með gilt lyfjaskírteini en auk þess hafi hann ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurnýjun. Því var rétt að synja umsókninni.

Í desember var greint frá því að kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hafi tólffaldast síðustu ár. Kostnaður á ári væri kominn nærri tveimur milljörðum. Umrædd lyf skiptast í tvo flokka, semaglutide lyf á borð við Ozampic og Wegovy, en hins vegar í liraglutide lyf eins og Saxenda. Sagði í tilkynningu stofnunarinnar að ekki væru fyrir hendi rannsóknir um langtímaáhrif þess að nota lyfin til þyngdarstjórnunar en fyrirliggjandi rannsóknir bendi til þess að miklar líkur séu á þyngdaraukningu þegar töku lyfjanna er hætt. Með eftirfylgd hafi fólki þó tekist að viðhalda um 5 prósent þyngdartapi.

Skilyrði greiðsluþátttöku þyngdarstjórnunarlyfja voru hert í nóvember, við litlar vinsældir. Þá var meðal annars greiðsluþátttöku Saxenda hætt og greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa