fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:59

Lilja Kristín Birgisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkjauppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já eins og segir í tilkynningu. Lilja Kristín hefur síðastliðið ár starfað sem forstöðumaður Markaðs- samskipta og sjálfbærni hjá Vodafone en hún hefur víðtæka reynslu í markaðsmálum, stafrænni þróun og sjálfbærni.

Nýja deildin verður miðlæg í skipuriti Sýnar en heyrir undir Sesselíu Birgisdóttur framkvæmdastjóra Vodafone. Meginmarkmið deildarinnar verður að þekkja væntingar viðskiptavina, efla samskipti við uppbyggingu á sterkum vörumerkjum og nýta tæknina til að veita viðskiptavinum framúrskarandi upplifun. Einnig mun nýja deildin vera leiðandi í sjálfbærnivegferð félagsins þar sem að markmið Sýnar er að láta gott af sér leiða og vera ábyrgt fyrirtæki gagnvart umhverfi, stjórnarháttum og samfélaginu.

„Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstri Sýnar og er sameining teyma í markaðsmálum innan Sýnar liður í þeirri vegferð. Fjöldi öflugra vörumerkja eru innan samstæðu Sýnar með það að markmiði alla daga að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Við teljum að nýja deildin muni efla ímynd Sýnar enn frekar ásamt því að styrkja vegferð okkar í sjálfbærni, ” segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar.

„Ég er full tilhlökkunar að starfa með öflugu teymi sérfræðinga í markaðsmálum, fjarskiptum og fjölmiðlum með það markmið að styrkja markaðsstarf allra vörumerkja Sýnar og auka samvinnu þvert á fyrirtækið,“ segir Lilja Kristín,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“