fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. apríl 2024 10:00

Mynd: Getty. Tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa úrskurðað að kona sem fékk reynslulausn í nóvember í fyrra þurfi nú að fara aftur í fangelsi og sitja af sér eftirstöðvar refsingar, 219 daga.

Refsifangar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa setið af sér annaðhvort helming eða 2/3 refsitímans. Þeir sem hafa framið minniháttar afbrot, t.d. vörslu og neyslu fíkniefna, akstur undir áhrifum, þjófnað, minniháttar líkamsárásir og eignaspjöll, fá yfirleitt reynslulausn eftir helming refsitíma.

Fangar sem afplána fyrir alvarlegri brot, t.d. manndráp, kynferðisbrot og alvarlegar líkamsárásir, fá yfirleitt ekki reynslulausn fyrr en eftir tvo þriðju refsitímans.

Sjá nánar á vef Fangelsismálastofnunar.

Konan hlaut reynslulausn eftir að hún átti eftir að afplána 219 daga af refsingu sem hún hlaut með dómum sem féllu haustin 2022 og 2023. Hún er hins vegar undir sterkum grun um að hafa þann 1. apríl síðastliðinn, í félagi við mann, brotist inn á bifreiðaverkstæði í Reykjanesbæ og stolið sex bíllyklum, fartölvu og spjaldtölvu, og skömmu síðar tekið bíl sem stóð á vesturhlið fangelsisins. Lögregla þekkti konuna á myndum úr eftirlitsmyndavélum.

Konan er einnig grunuð um þjófnað á snyrtivörum úr Krónunni í janúar og u m að hafa stolið debet- og kreditkorti af manneskju á Landspítalanum og misnotað kortin til að taka út reiðufé úr hraðbönkum, sem og að greiða fyrir ýmsar vörur og þjónustu.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú úrskurðað, og Landsréttur staðfest þann úrskurð, að konan skuli sitja af sér eftirstöðvar fyrri refsingar þar sem rökstuddur grunur sé um að hún hafi brotið af sér aftur.

Úrskurðina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt