fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segir að Úkraínumenn hafi gert eina stærstu raðárásina til þessa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2024 07:30

Tyrkneskur Bayraktar dróni en Úkraínumenn eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir þá gerðu Úkraínumenn eina stærstu raðárásina með drónum á hernaðarmannvirki í Rússlandi í síðustu viku.

Þessar árásir áttu sér stað aðfaranótt föstudag og beindust að minnst fjórum rússneskum herflugvöllum að sögn ISW sem byggir upplýsingar sínar á fréttum úkraínskra fjölmiðla og heimildarmönnum innan úkraínsku leyniþjónustunnar. Einnig sýna upptökur sprengingar við þrjá af þessum fjórum herflugvöllum.

ISW hefur þó ekki fengið neinar sjónrænar staðfestingar á að Úkraínumönnum hafi tekist að eyðileggja flugvélar eða valda skaða á innviðum á flugvöllunum.

Fram að þessu hafa drónaárásir Úkraínumanna beinst að einum flugvelli í einu en ISW segir það athyglisvert að nú hafi þeir getu til að gera árásir á marga í einu og sýni að úkraínski herinn hafi eflst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“