fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ný tækni eykur vellíðan í vinnunni – Könnun

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

80% starfsfólks telur að ný tækni auki vellíðan þess á vinnustað, að því er fram kemur í nýrri könnun HP tölvuframleiðandans.

Þegar starfsfólk getur í auknum mæli unnið óháð staðsetningu, hvort sem það er á skrifstofu, heima eða á kaffihúsi, leika tækninýjungar lykilhlutverk.

Þessar breytingar fóru að raungerast í kringum COVID-faraldurinn og hafa upp frá því haldið áfram. Fyrst um sinn fór fólk að mæta aftur á vinnustaði en undanfarin misseri hefur þróunin orðið sú að ýmsir eru farnir aftur að vinna heima.

Víða erlendis kemur starfsfólk sjaldan til vinnu á skrifstofunni heldur er staðsett annars staðar. Svokölluð blönduð vinna (e. Hybrid) er að verða alls ráðandi. Af þeim sökum þarf allur búnaður að létta starfsfólki lífið.

Í könnun HP meðal viðskiptavina kemur fram að langflestir, eða 80%, telja nýja tækni skipta höfuðmáli þegar kemur að því að nýta blandaða vinnu. Þar er átt við búnað sem er ætlaður til vinnu en ekki til afþreyingar, eins og heyrnartól sem styðja við rétt tíðnisvið fyrir vinnustað og gera fólki kleift að nota þau í 8-10 tíma í vinnunni. 

Þá kemur fram að 71% telji skipulag á vinnusvæði einnig afar mikilvægt. Á annasömum degi er mikilvægt að hafa öll nauðsynleg tæki innan seilingar, svo sem vefmyndavélar, heyrnartól, góðan skjá og annan tölvubúnað, en HP hefur lagt mikla áherslu á að bjóða lausnir fyrir blandaða vinnu, eins og Poly hljóð- og myndlausnir og annað tæknibúnað sem hægt er að nota hvar sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“