fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Yfirvofandi framboð Katrínar vekur Benedikt ónotatilfinningu – „Er þetta ekki einhver hégómi?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, segist fá ónotatilfinningu við tilhugsunina um að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hann sér aðeins hégóma á bak við þá ákvörðun því við þessi skipti sé forsætisráðherra að afsala sér völdum og áhrifum fyrir valdalítið embætti þar sem henni sé hossað:

„Af hverju ætti auðmjúk og þjónandi manneskja eins og Kata Jak að vilja segja af sér sem forsætisráðherra, slíta ríkisstjórn og hverfa frá hálfkláruðu verki, yfirgefa félaga sína í miðjum slagnum fyrir þessi bítti? Ganga af engjum í miðjum slætti til að halda skálaræður í veislusölum.

Og hverjir eru það sem hvísla því í eyru stjórnmálamanns að nú sé mál að hætta að láta verkin tala og stíga heldur uppí predikunarstól og reyna þaðan að hafa áhrif á fólk með tali, brosi og ræðuhöldum. Hvaða sæmilega jarðtengdi stjórnmálamaður gefur eyra slíkum ráðum?

Það er einhvernveginn æpandi að sá sem býður sig fram úr þessari stöðu er ekki að gera það af pólitískum ástæðum heldur hégómlegum. Eða hvað?“

Benedikt spyr hvaða hugsjón geti stýrt slíkri ákvörðun og hvort sér yfirsjáist eitthvað í þeim efnum:

„Geta verið einhverjar göfugar og fornfúsar hvatir þar að baki?

Og hefur núverandi forsætisráðherra einhverju að miðla til okkar sem predikari?

Einhverju sem hún hefur ekki náð að koma til skila í sinni háu valdastöðu síðasta áratuginn?

Er þetta ekki einhver hégómi?“

Pistilinn má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega