fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Pútín hefur skrifað undir nýja tilskipun – Tryggir dauða fjölda manna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2024 07:30

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann hefur gert þetta áður og í síðustu viku gerði hann það aftur. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, skrifaði þá undir nýja tilskipun um innköllun 150.000 Rússa í herinn. Áður hafði þing landsins samþykkt lagabreytingu um að heimilt sé að kveðja karlmenn upp að þrítugu í herinn en áður var hámarksaldurinn 27 ár.

Nú mega því margir Rússar búast við að verða kallaðir í herinn og nokkuð ljóst er að þeir munu ekki allir snúa aftur heim lifandi.

Breskar leyniþjónustustofnanir telja að um 30.000 Rússar gangi til liðs við herinn í hverjum mánuði.  Nú koma 150.000 til viðbótar og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur Pútín tvisvar gripið til herkvaðningar og kvatt 300.000 menn til herþjónustu.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að nýja herkvaðningin snúist um að manna núverandi herdeildir. „Hersveitir víða í Rússlandi eru mjög undirmannaðar. Herkvaðningin snýst um að fylla í „holurnar“ því svo margir falla í stríðinu. Þær eru í raun gríðarlega undirmannaðar,“ sagði hann.

Hann sagði að hvorki Pútín né yfirmenn rússneska hersins séu svo barnalegir að trúa því að stríðinu ljúki fljótlega. Möguleiki þeirra á að sigra felist í því að halda áfram stríði eins og stendur yfir núna, þar sem reynir á úthald stríðsaðilanna. Þeir missi gríðarlega marga hermenn með þessari taktík en trompið sem þeir hafa á hendi sé að þeir geti fengið nýja menn í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“