fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Martröð föður: Var að ósekju sakaður um að nauðga dætrum sínum og deila myndefni af því á netinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. apríl verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli þar sem maður er sakaður um rangar sakargiftir.

Ákært er vegna atviks sem átti sér stað árið 2020 þegar maður hringdi í Neyðarlínuna og sendi tölvupóst til Barnaverndar þar sem hann sakaði föður um svívirðilega glæpi gegn tveimur dætrum sínum. Sakaði hann föðurinn um að nauðga dætrum sínum og deila myndefni af kynferðisbrotum gegn stúlkunum á erlendri vefsíðu.

Þetta leiddi til þess að faðirinn var handtekinn og lögregla hóf rannsókn á málinu. Eftir að hann hafði verið yfirheyrður og viðtöl tekin við dæturnar í Barnahúsi hætti lögreglan rannsókn málsins. Þar sem ásakanirnar virðast hafa verið uppspuni hefur héraðssaksóknari núna ákært þann sem bar þær á föðurinn fyrir rangar sakargiftir, nánar tiltekið við brot á 1. málsgrein 148. greinar almennra hegningarlaga, sem er eftirfarandi:

„Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt.“

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir utan það eru gerðar háar miskabótakröfur á hann. Faðirinn fer fram á tvær milljónir króna í miskabætur. Tvær konur gera kröfu um 1,5 milljónir króna hvor, en vegna staðreyndahreinsana í ákæru er ekki hægt að slá því föstu hvernig þær tengjast málinu. Fyrir hönd hvorrar stúlku fyrir sig eru síðan gerðar kröfur um 1,5 milljónir í bætur. Samtals eru þetta kröfur upp á sjö milljónir króna.

Sem fyrr segir verða réttarhöld í málinu þann 16. apríl en þinghald er lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland