fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Gerði Age risastór mistök gegn Úkraínu? – ,,Þeir fá ekki að snerta grasið“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. mars 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, gerði mögulega mistök í leik gegn Úkraínu sem fór fram í vikunni og tapaðist, 2-1.

Það þýðir að Ísland fer ekki í lokakeppni EM þetta árið en sigurlið viðureignarinnar tryggði sér farseðilinn til Þýskalands.

Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Halldór Garðar Hermannsson ræddu um leikinn í Íþróttavikunni á 433.is og höfðu sitt að segja.

Hrafnkell segir að Age hafi gert mistök með uppstillingunni í þessum leik og finnst í raun ótrúlegt að sumir leikmenn hafi ekki fengið tækifæri og ekki einu sinni af bekknum.

,,Ég verð því miður að setja spurningamerki við skiptingarnar, Willum hefur verið frábær seinni hluta undankeppninnar og fínn á móti Ísrael. Við erum með leikmann í Ajax sem er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í deildinni, þeir fá ekki að snerta grasið,“ sagði Hrafnkell.

,,Alfreð Finnbogason þekkir þessa leiki, hann hefur skorað mörk á hæsta leveli, hann hefur skorað gegn Argentínu og í þýsku Bundesligunni. Mér fannst skrítið að vippa honum ekki inná.“

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Hide picture