Maðurinn var fluttur með sjúkraliði á slysadeild LSH til aðhlynningar en ekki koma fram frekari upplýsingar um slysið í dagbók lögreglu nú í morgunsárið.
Lögregla fékk svo tilkynningu um aðstoð vegna líkamsárásar í hverfi 103 þar sem hnífi var beitt við árásina.
Árásarmaðurinn reyndi að hlaupa undan lögreglu, en lögreglumenn reyndust heldur þolbetri, hlupu hann uppi og handtóku. Sá var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka.
Loks var ökumaður sektaður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum, en sá hefur margítrekað ekið bifreið sviptur.