fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Kastaði af sér þvagi og dró svo upp hníf

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 06:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.

Á stöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um einstakling sem kastaði af sér þvagi í garði. Sá hótaði öðrum í kjölfarið með hníf. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.

Á sama svæði bárust tvær tilkynningar um samkvæmishávaða sem lögregla sinnti og þá var tilkynnt um hávaða sökum þess að einhver var að þvo bílinn sinn.

Lögregla fékk svo tilkynningu um 4-6 ferðamenn sem voru hjálparvana við Gróttuvita. Ekki reyndist þörf á frekari aðstoð þegar lögreglu bar að garði, en ekki fylgja með upplýsingar um það í skeyti lögreglu hvert vandamálið var.

Tvær tilkynningar bárust um líkamsárásir í miðborginni og eru málin til rannsóknar. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að tilkynnt var um mann sem gekk berskersgang í heimahúsi í hverfi 105.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“