Á stöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um einstakling sem kastaði af sér þvagi í garði. Sá hótaði öðrum í kjölfarið með hníf. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.
Á sama svæði bárust tvær tilkynningar um samkvæmishávaða sem lögregla sinnti og þá var tilkynnt um hávaða sökum þess að einhver var að þvo bílinn sinn.
Lögregla fékk svo tilkynningu um 4-6 ferðamenn sem voru hjálparvana við Gróttuvita. Ekki reyndist þörf á frekari aðstoð þegar lögreglu bar að garði, en ekki fylgja með upplýsingar um það í skeyti lögreglu hvert vandamálið var.
Tvær tilkynningar bárust um líkamsárásir í miðborginni og eru málin til rannsóknar. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að tilkynnt var um mann sem gekk berskersgang í heimahúsi í hverfi 105.