Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyota Yaris, árgerð 2014, með tveimur mismunandi númeraplötum. Skráningarnúmerið NMA 87 er á númeraplötunni að aftanverðu og SLD 43 að framan.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.
Myndin sem fylgir greininni er af samskonar bíl.