fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Börn og ungmenni áberandi í dagbók lögreglu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2024 06:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglu yfir þau verkefni sem bar helst á góma. Athygli vekur að börn og ungmenni komu við sögu í nokkrum málum.

Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í gærkvöldi. Tveir árásaraðilar voru handteknir á staðnum og sleppt að lokinni skýrslutöku. Þeir eru báðir undir lögaldri og málið því unnið í samráði við forráðamenn og barnavernd.

Lögregla fékk svo tilkynningu um barn að aka stolinni bifreið í hverfi 109. Málið er unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd, að því er segir í skeyti lögreglu.

Tilkynnt var í tvígang um unglinga að skemma hluti í og við Mjóddina í gærkvöldi. Ungmennin voru farin af vettvangi þegar lögreglu bar að garði í bæði skiptin.

Loks var tilkynnt um ölvaða unglinga í hverfi 112. Málið er unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT